Hin illræmdu Grænásgatnamót ! Bætum merkingar og vörum ökumenn við

Samkvæmt frétt á vf.is þann 11.01 sl. var greint frá ákvörðun eða tilkynningu bæjarstjóra Reykjanesbæjar að vegagerðin muni ekki hefja framkvæmdir (Bráðabirgðar hringtorg) við hin illræmdu Grænásgatnamót fyrr en á vormánuðum. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfðu hins vegar vonast til að það gæti orðið nú um áramótin enda þykir verkefnið brýnt þar sem mörg umferðaróhöpp hafa orðið á umræddum gatnamótum.

Undirritaður telur það afar brýnt að eitthvað sé að gert "strax" til að bæta öryggi vegfarenda um þessi gatnamót.  Það að fresta framkvæmdum er eitt en það kemur nú skýrt fram að það sé mat Bæjarstjóra að gatnamótin séu hættuleg.  Því legg ég til og hvet bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ásamt vegagerðinni að bregðast við strax í dag og koma upp viðvörunarmerkjum sem vara ökumenn við þessum gatnamótum í hæfilegri fjarlægð frá og jafnframt að bæta umferðarmerkin sem þegar eru við þessi gatnamót.  Þetta ætti ekki að vera ýkja kostnaðarsamt en gæti mögulega dregið úr hættunni á slysum þar til framkvæmdir gætu hafist.

Þá er mér spurn hvernig bæjaryfirvöld eða vegagerðin hefur hugsað það að gera íbúum á Vallarheiði kleift að fara fótgangandi niður í Reykjanesbæ til að stunda verslun eða hreinlega bara sér til heilsubótar.  Þegar maður fer að skoða þær leiðir sem eru í boði er fátt um fína og veit ég til þess að fólk er að þvælast yfir Reykjanesbrautina sjálfa jafnvel með barnavagna. (Minnir mig á rússneska heimildarmynd um umferðarmenningu þar í landi)

Ég hvet fólk að láta nú heyra í sér.  Þetta bréf var sent á vegagerðina og Reykjanesbæ.


Fyrsta bloggið mitt - kynning

Vá hvað það er skrítið að standa nú á sama sviði og margir af hæfileikaríkustu rithöfundum Landsins.  Ég ætla mér nú svo sem ekkert að gerast stórtækur á þessu sviði en undanfarið hef ég fundið fyrir ríkri þörf á að tjá mig um hin og þessi mál eins og þið hin.  Vonandi er þessi vettvangur sá eini rétti og það verður gaman að fá að setja fram sínar eigin skoðanir enda er um að ræða grundvallar réttindi (heims) - borgarans.  Hvað er það þá sem hefur ýtt mér út í að fara að tjá skoðair mínar svona opinberlega?   Það helsta eru stjórnmál, heimsmálin, umferðarmál, trúmál, vísindi og einstaka comment á sviði íþrótta.  Það er svo margt rætt á kaffistofunum og það er svo mikið sem maður upplifir dag frá degi eins og umferðina eða almenn samskipti við borgarana.  Ég viðurkenni það fúslega að ég hef með tímanum fengið snert af svokölluðu "road rage" eða vegaæði og tel að á þessum vettvangi geti ég fengið útrás fyrir þeirri reiði sem kannski gerir mér kleift að halda ró minni betur í umferðinni. Hvað oft hefur maður ekki lesið greinar eða pistla í blöðum eða á netinu eftir miður upplýsta einstaklinga sem eru að gagnrýna eða einfaldlega að svala eigin hefniþörf eftir allskyns neikvæða reynslu þeirra sjálfra gagnvart öðrum.  Ég kann alltaf best við að hlutunum sé líst eða fjallað sé um þá á venjulegu skiljanlegu mannamáli af einhverri lágmarks þekkingu á málefnunum.  Ég ætla að reyna að hafa mín skrif einföld og auðskiljanleg.  Eitt að lokum en það er að gæti það hafa verið rang af ríkisstjórninni okkar að sökkva okkur í lántökur til að bjarga því sem bjargað verður.  Gæti það verið betra fyrir okkur til langframa að leyfa hlutunum að fara í þrot og taka skellinn með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af því hlytist og reyna síðan að vinna okkur aftur upp á nýjan leik.  Ég hélt að þessi hrina áfalla yrði til þess að skapa meiri jöfnuð í samfélaginu en miðað við þá línu sem er dregin í launum nýrra stjórnenda (nýju) ríkisbankanna hef ég ekki mikla trú á því. Ég sjálfur hef ekki hugmynd um það hvor leiðin væri betri kostur en það hafa kannski einhverjir aðrir sem eru betru upplýstir um þau mál.  Læt þetta gott heita í bili.  Lifið heil ! -- Heimsborgarinn kveður að sinni


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband