Hin illræmdu Grænásgatnamót ! Bætum merkingar og vörum ökumenn við

Samkvæmt frétt á vf.is þann 11.01 sl. var greint frá ákvörðun eða tilkynningu bæjarstjóra Reykjanesbæjar að vegagerðin muni ekki hefja framkvæmdir (Bráðabirgðar hringtorg) við hin illræmdu Grænásgatnamót fyrr en á vormánuðum. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfðu hins vegar vonast til að það gæti orðið nú um áramótin enda þykir verkefnið brýnt þar sem mörg umferðaróhöpp hafa orðið á umræddum gatnamótum.

Undirritaður telur það afar brýnt að eitthvað sé að gert "strax" til að bæta öryggi vegfarenda um þessi gatnamót.  Það að fresta framkvæmdum er eitt en það kemur nú skýrt fram að það sé mat Bæjarstjóra að gatnamótin séu hættuleg.  Því legg ég til og hvet bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ásamt vegagerðinni að bregðast við strax í dag og koma upp viðvörunarmerkjum sem vara ökumenn við þessum gatnamótum í hæfilegri fjarlægð frá og jafnframt að bæta umferðarmerkin sem þegar eru við þessi gatnamót.  Þetta ætti ekki að vera ýkja kostnaðarsamt en gæti mögulega dregið úr hættunni á slysum þar til framkvæmdir gætu hafist.

Þá er mér spurn hvernig bæjaryfirvöld eða vegagerðin hefur hugsað það að gera íbúum á Vallarheiði kleift að fara fótgangandi niður í Reykjanesbæ til að stunda verslun eða hreinlega bara sér til heilsubótar.  Þegar maður fer að skoða þær leiðir sem eru í boði er fátt um fína og veit ég til þess að fólk er að þvælast yfir Reykjanesbrautina sjálfa jafnvel með barnavagna. (Minnir mig á rússneska heimildarmynd um umferðarmenningu þar í landi)

Ég hvet fólk að láta nú heyra í sér.  Þetta bréf var sent á vegagerðina og Reykjanesbæ.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband